Meira en þrjátíu látnir eftir að helgihald breyttist í öngþveiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 21:45 Shia múslimar berja sjálfa sig til að marka upphaf Ashura. Myndin er frá helgihaldi í Pakistan og tengist fréttinni ekki beint. AP/Arshad Butt Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi. Írak Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi.
Írak Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira