„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02