Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:56 Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Vísir/EPA Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum. Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum.
Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30
Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00