Íslenski boltinn

Ægir upp í þriðju deild eftir þægilegan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið Ægis frá Þorlákshöfn
Lið Ægis frá Þorlákshöfn mynd/facebook síða Ægis
Ægir komst í kvöld upp í þriðju deild karla í fótbolta eftir öruggan sigur á Kormáki/Hvöt í Þorlákshöfn.

Liðin mættust öðru sinni á Þorlákshafnarvelli í kvöld, en þau höfðu skilið jöfn 1-1 á Blöndósvelli fyrir viku síðan.

Ægismenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á annari mínútu þegar Goran Potkozarc skoraði. Pálmi Þór Ásbergsson tvöfaldaði forystu heimamanna á áttundu mínútu og staðan orðin erfið fyrir gestina.

Undir lok leiksins fékk Ægir vítaspyrnu sem Aco Pandurevic skoraði úr og lauk leiknum með 3-0 sigri Ægis. Einvígið fór því 4-1 fyrir Ægi og eru þeir komnir upp í þriðju deild.

Ægismenn tryggðu sig einnig í úrslit fjórðu deildarinnar með sigrinum og þar mæta þeir annað hvort Elliða eða Hvíta Riddaranum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.