Íslenski boltinn

Ægir upp í þriðju deild eftir þægilegan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið Ægis frá Þorlákshöfn
Lið Ægis frá Þorlákshöfn mynd/facebook síða Ægis

Ægir komst í kvöld upp í þriðju deild karla í fótbolta eftir öruggan sigur á Kormáki/Hvöt í Þorlákshöfn.

Liðin mættust öðru sinni á Þorlákshafnarvelli í kvöld, en þau höfðu skilið jöfn 1-1 á Blöndósvelli fyrir viku síðan.

Ægismenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á annari mínútu þegar Goran Potkozarc skoraði. Pálmi Þór Ásbergsson tvöfaldaði forystu heimamanna á áttundu mínútu og staðan orðin erfið fyrir gestina.

Undir lok leiksins fékk Ægir vítaspyrnu sem Aco Pandurevic skoraði úr og lauk leiknum með 3-0 sigri Ægis. Einvígið fór því 4-1 fyrir Ægi og eru þeir komnir upp í þriðju deild.

Ægismenn tryggðu sig einnig í úrslit fjórðu deildarinnar með sigrinum og þar mæta þeir annað hvort Elliða eða Hvíta Riddaranum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.