Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sputnik Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07
Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55