Íslenski boltinn

Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson er að gera góða hluti sem þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson er að gera góða hluti sem þjálfari Víkings. vísir/daníel þór
Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur.

Samningurinn er til tveggja ára og er óuppsegjanlegur af beggja hálfu. Arnar verður því við stýrið í Víkinni næstu tvö árin sama hvað raular og tautar.

Það er augljóslega mikil ánægja með störf Arnars hjá félaginu sem tók við fyrir sumarið af Loga Ólafssyni. Hann hefur raðað í kringum sig ungum og efnilegum leikmönnum og leikstíll liðsins hefur hlotið mikið lof.

Arnar er búinn að koma Víkingi í bikarúrslit en Víkingur varð síðast bikarmeistari árið 1971. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH er klukkan 17.00 á morgun og hefst upphitun á Stöð 2 Sport klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×