Enski boltinn

Son og Spurs í stuði gegn Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son skoraði tvö mörk á fyrstu 23 mínútunum gegn Crystal Palace.
Son skoraði tvö mörk á fyrstu 23 mínútunum gegn Crystal Palace. vísir/getty

Tottenham kjöldró Crystal Palace, 4-0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem er komið upp í 3. sæti deildarinnar. Palace er í 11. sætinu en aðeins einu stigi munar á liðunum.

Son kom Tottenham yfir á 10. mínútu. Patrick van Aanholt skoraði sjálfsmark á 21. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Son sitt annað mark og þriðja mark Spurs. Érik Lamela skoraði svo fjórða mark Tottenham þremur mínútum fyrir hálfleik. Lokatölur 4-0, Spurs í vil.

Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton.

Neal Maupay kom Brighton yfir á 51. mínútu en Jeff Hendrick jafnaði í uppbótartíma í sínum 100. leik í ensku úrvalsdeildinni. 

Burnley og Brighton eru bæði með fimm stig.

Southampton lagði Sheffield United að velli, 0-1. Moussa Djenepo skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu. Billy Sharp, leikmaður Sheffield United, var rekinn af velli fimm mínútum fyrir leikslok.

Dýrlingarnir hafa fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Sheffield United er með fimm stig í 13. sætinu.

Úrslit dagsins:
Tottenham 4-0 Crystal Palace
Brighton 1-1 Burnley
Sheffield United 0-1 Southampton
Man. Utd. 1-0 Leicester
Wolves 2-5 Chelsea
Liverpool 3-1 Newcastle


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Liverpool á Anfield

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú unnið 14 deildarleiki í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.