Enski boltinn

Son og Spurs í stuði gegn Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son skoraði tvö mörk á fyrstu 23 mínútunum gegn Crystal Palace.
Son skoraði tvö mörk á fyrstu 23 mínútunum gegn Crystal Palace. vísir/getty
Tottenham kjöldró Crystal Palace, 4-0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem er komið upp í 3. sæti deildarinnar. Palace er í 11. sætinu en aðeins einu stigi munar á liðunum.Son kom Tottenham yfir á 10. mínútu. Patrick van Aanholt skoraði sjálfsmark á 21. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Son sitt annað mark og þriðja mark Spurs. Érik Lamela skoraði svo fjórða mark Tottenham þremur mínútum fyrir hálfleik. Lokatölur 4-0, Spurs í vil.Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton.Neal Maupay kom Brighton yfir á 51. mínútu en Jeff Hendrick jafnaði í uppbótartíma í sínum 100. leik í ensku úrvalsdeildinni. Burnley og Brighton eru bæði með fimm stig.Southampton lagði Sheffield United að velli, 0-1. Moussa Djenepo skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu. Billy Sharp, leikmaður Sheffield United, var rekinn af velli fimm mínútum fyrir leikslok.Dýrlingarnir hafa fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Sheffield United er með fimm stig í 13. sætinu.Úrslit dagsins:

Tottenham 4-0 Crystal Palace

Brighton 1-1 Burnley

Sheffield United 0-1 Southampton

Man. Utd. 1-0 Leicester

Wolves 2-5 Chelsea

Liverpool 3-1 Newcastle


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Liverpool á Anfield

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú unnið 14 deildarleiki í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.