Þægilegt hjá Liverpool á Anfield

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Firmino og Mané fagna einu af þremur mörkum Liverpool í dag.
Firmino og Mané fagna einu af þremur mörkum Liverpool í dag. vísir/getty
Gestirnir frá Newcastle komu um það bil öllum á óvart þegar þeir komust yfir strax á 7. mínútu leiksins. Þar var að verki vinstri bakvörðurinn Jetro Williams með frábæru marki en hann fíflaði Trent Alexander-Arnold upp úr skónum áður en hann skoraði með þrumuskoti framhjá Adrian í marki Liverpool. Adam var þó ekki lengi í paradís en á 28. mínútu jafnaði Sadio Mané metin með frábæru skoti eftir sendingu Andy Robertson. Mané var svo aftur á ferðinni á 40. mínútu og staðan 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik. Það var svo Egyptinn Mohamed Salah sem gulltryggði sigur heimamanna með marki á 72. mínútu.Lokatölur 3-1 og Liverpool enn á toppi ensku úrvalsdeildinnar með fullt hús stiga. Newcastle United eru hins vegar með fjögur stig að loknum fimm umferðum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.