Abraham með þrennu gegn Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur leikjum Chelsea.
Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur leikjum Chelsea. vísir/getty
Tammy Abraham skoraði þrennu þegar Chelsea bar sigurorð af Wolves, 2-5, á útivelli í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur deildarleikjum Chelsea. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.Ekki nóg með að Abraham hafi sett boltann þrisvar sinnum í rétt mark þá skoraði hann sjálfsmark þegar hann minnkaði muninn í 1-4 fyrir Wolves.Fikayo Tomori kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 31. mínútu. Abraham skoraði svo næstu fjögur mörk, þrjú í rétt mark og eitt í eigið mark.Patrick Cutrone minnkaði muninn í 2-4 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Mason Mount gulltryggði sigur Chelsea þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Chelsea er í 6. sætinu með átta stig.Úlfarnir hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu og eru í 18. sæti deildarinnar með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.