Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 22:56 Omar segir mikilvægt að Demókrataflokkurin beiti sér fyrir mannúðlegri innflytjendalöggjöf. Vísir/Getty Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22
Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42