Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 22:56 Omar segir mikilvægt að Demókrataflokkurin beiti sér fyrir mannúðlegri innflytjendalöggjöf. Vísir/Getty Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22
Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“