Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:19 Andrew Cuomo, ríkistjóri New York. Vísir/AP Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57