Erlent

Le Pen ákærður fyrir fjárdrátt

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Jean-Marie Le Pen hefur margoft verið sakaður um útlendingahatur.
Jean-Marie Le Pen hefur margoft verið sakaður um útlendingahatur. Nordicphotos/EPA

Jean-Marie Le Pen, stofnandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Er hann sakaður um að hafa notað fé Evrópuþingsins til að greiða starfsfólki sínu í Frakklandi. Eru upphæðirnar sagðar nema milljónum evra, eða hundruðum milljóna króna. Þá hefur dóttir hans, Marine, einnig verið ákærð fyrir aðkomu að málinu.

Frederic Joachim, lögmaður Le Pen, segir að málið málið sé skýrt dæmi um „afskipti dómsvaldsins af löggjafarvaldinu“ og að skjólstæðingur sinn væri „mjög þreyttur á þessu“. Le Pen er 91 árs.

Á föstudag var Le Pen yfirheyrður í fjóra tíma og bar sig illa eftir það. „Rannsóknardómararnir spurðu margra spurninga um þetta mál sem ég tel vera pólitískt svindl,“ sagði Le Pen. Hann þarf að mæta aftur til yfirheyrslu 25. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.