Fótbolti

Þrjú félög buðu Fati samning þegar hann var níu ára og Real Madrid vildi kaupa fyrir hann hús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ansu Fati í leik á dögunum.
Ansu Fati í leik á dögunum. vísir/getty
Hinn sextán ára gamli Ansu Fati hefur slegið í gegn síðan hann fékk frumraun sína með Barcelona fyrr á leiktíðinni.

Fati er með samning hjá félaginu til 2022 en það kostar 100 milljónir evra að kaupa hann. Þegar hann var níu ára voru félög eins og Sevilla, Barcelona og Real Madrid byrjuð að fylgjast með Ansu.

Hann bjó nærri æfingasvæði Sevilla og æfði með liðinu einu sinni í viku en Barcelona og Real Madrid var langt í burtu og erfitt fyrir Ansu að æfa með þeim.

„Þeir báðu mér pening og hús í Madrid,“ sagði faðir hans er hann ræddi um áhuga Real Madrid á hinum unga Ansu.







Ansu fór svo að lokum til Barcelona í La Masia-akademíuna og hefur farið á kostum síðan þá. Hann skoraði meðal annars 56 mörk eitt tímabilið.

Hann gæti orðið yngsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni verði hann á skotskónum gegn Borussia Dortmund annað kvöld en líklegt er að hann verði í liðinu.


Tengdar fréttir

Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona?

Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×