Fótbolti

Sá næstyngsti í sögu Barcelona fékk faðmlag frá Messi eftir fyrsta leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fati leikur í treyju númer 31. Fyrsta treyjunúmer Lionels Messi hjá Barcelona var 30.
Fati leikur í treyju númer 31. Fyrsta treyjunúmer Lionels Messi hjá Barcelona var 30. vísir/getty
Anssumane Fati, framherji frá Gíneu-Bissaú, lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona þegar það vann Real Betis, 5-2, í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Fati kom inn á fyrir Cerles Pérez á 78. mínútu og sýndi góða takta.

Fati er fæddur 31. október 2002 og var því aðeins 16 ára og 300 daga gamall í gær. Hann er næstyngsti leikmaður sem hefur spilað keppnisleik fyrir Barcelona. 

Metið er enn í eigu Vicente Martinez sem var 16 ára og 298 daga þegar hann lék með Barcelona 1941.



Fati æfði með aðalliði Barcelona í aðdraganda leiksins í gær og var svo valinn í hópinn. Mikil meiðsli herja á framherja Barcelona en Lionel Messi, Luis Suárez og Ousmane Dembélé eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Eftir leikinn hitti Fati Messi og fékk faðmlag frá argentínska snillingnum. Ekki amalegt kvöld hjá stráknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×