Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 10:31 Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna. Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu. Ástralía Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira