Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 10:31 Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna. Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu. Ástralía Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu.
Ástralía Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira