Enski boltinn

Stuðningsmaður Liverpool fluttur á sjúkrahús eftir árás á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool á Ítalíu.
Stuðningsmenn Liverpool á Ítalíu. vísir/getty

Ráðist var á tvo stuðningsmenn Liverpool á bar fyrir leik liðsins gegn Napoli á Ítalíu á þriðjudagskvöldið. Annar þeirra var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn.

Hópur manna réðst á mennina tvo, sem eru 26 og 46 ára, og fengu þeir stungusár. Gert var þó að sárum þeirra og þeir fóru á leikinn eftir allt saman.

Í hálfleik leið hins vegar yfir annan manninn sem var fluttur á sjúkrahús en Peter Moore, framkvæmdarstjóri Liverpool, var mættur til hans eftir leikinn og dvaldi með stuðningsmanninum nóttina eftir leikinn.

„Ég er á sjúkrahúsinu núna. Við munum ekki yfirgefa hann þangað til honum líður vel,“ skrifaði Moore á Twitter-síðu sína.

Hann bætti svo við síðar meir að starfsfólk spítalans og lögreglunnar eigi mikið lof skilið og að stuðningsmaðurinn vildi koma kveðjum til allra þeirra sem höfðu sent honum batakveðjur.

Liverpool tapaði leiknum 2-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.