Sautján ára palestínskur nemi við Harvard sendur frá Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:52 Harvard háskóli talinn með þeim betri í heiminum. Vísir/Getty Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Bandaríkin Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn.
Bandaríkin Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira