Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. september 2019 07:42 Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Vísir/AP Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18