Enski boltinn

„Trygglyndi í fótbolta er algjört kjaftæði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Owen segir að Liverpool hafi reynt að losna við Gerrard árið 2013.
Owen segir að Liverpool hafi reynt að losna við Gerrard árið 2013. vísir/getty
Um fátt er rætt meira á Englandi þessa dagana en nýja ævisögu Michaels Owen, Reboot - My Life, My Time. Meðal þeirra sem fá að heyra það í bókinni eru Alan Shearer, David Beckham og Fabio Capello.

Í bókinni segir Owen að umræðan um trygglyndi eða hollustu í fótbolta sé sérstök. Hann bendir m.a. á að Liverpool hafi ætlað að láta Steven Gerrard fara tveimur árum áður en hann fór og hann hafi sjálfur verið nálægt því að ganga í raðir Everton, erkifjenda Liverpool, árið 2009.

„Hvað Gerrard varðar efast ég stórlega um að hann hafi viljað spila í Bandaríkjunum 2015. Ég hef heyrt að Liverpool hafi reynt að láta hann fara tveimur árum áður en hann fór,“ segir Owen.

„Hann hefði eflaust frekar viljað ljúka ferlinum hjá Liverpool og vera svo tekinn inn í þjálfarateymið.“

Owen segir að hræsni einkenni umræðuna um trygglyndi í fótbolta.

„Í gegnum tíðina hef ég heyrt svo oft rætt um hvaða leikmaður er tryggur og hver ekki. Að mínu mati er þetta algjört kjaftæði,“ segir Owen.

„Sannleikurinn er sá að flestir leikmenn eru ekki jafn tryggir og stuðningsmenn vilja halda. Þeir þurfa að segjast vera tryggir félaginu sem þeir eru hjá. En ef þeir fá betra samningstilboð frá stærra félagi, þá kemur í ljós hversu mikil hollustan er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×