Owen skaut til baka á Shearer: Reyndir allt þú gast til að komast frá Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 16:00 Shearer og Owen fagna marki með Newcastle United. vísir/getty Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30