Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 10:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar. Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar.
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15