Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 17:54 Volodymyr Zelenskiy, tók á móti föngunum. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt. Rússland Úkraína Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Sjá meira
Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt.
Rússland Úkraína Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Sjá meira