Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 21:48 22 voru myrtir í skotárás í Walmart í El Paso í Texas. AP/Andres Leighton Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira
Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira