Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 12:50 Þegar kjörkassar höfðu verið innsiglaðir var Færeyingum ekkert að vandbúnaði og voru kjörstaðir opnaðir klukkan tíu í morgun. Sverri Egholm/Portal.fo 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu að staðartíma í morgun og eru þeir 57 talsins, einum færri en í síðustu kosningum árið 2015. Fólki á kjörskrá fjölgar um 1.361 frá síðustu kosningum en hlutfall nema erlendis er þó lægra en síðast og fer úr 670 niður í 375. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld að staðartíma. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna hafa gefið misvísandi niðurstöður, ýmist benda þær til stórsigur Fólkaflokksins eða núverandi stjórnarflokks, Javnaðarflokksins, sem hefur verið í vinstri samsteypustjórn með Tjóðveldisflokknum og Framsókn. Í tveimur skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir fréttamiðilinn Portal.fo á dögunum kemur fram að Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og formaður Javnaðarflokksins, nýtur mikils stuðnings kjósenda og vilja tæplega fjörutíu prósent sjá hann áfram í embætti. Þar kemur næstur Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, með 21,9 prósent og þar á eftir Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, með 14,8 prósent. Frá kjörstað í KÍ-höllinni.Sverri Egholm/Portal.foKjósendur ekki spenntir fyrir þverpólitískri stjórn Stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist mestur á meðal íbúa höfuðstaðarins Þórshafnar sem og kvenna almennt. Í öðrum bæjarfélögum örlar á meiri hægri sveiflu meðal kjósenda sem vilja sjá íhaldsflokkanna í ríkisstjórn. Sjá einnig: Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í FæreyjumÞá virðist vera almenn samstaða á meðal kjósenda Fólkaflokksins og Tjóðveldis um hvaða flokka þeirra flokkur eigi að sækjast eftir samstarfi við. Þeir sem hyggjast kjósa Fólkaflokkinn vilja sjá samstarf með Sambandsflokknum á meðan kjósendur Tjóðveldis óska eftir samstarfi við Javnaðarflokkin, núverandi samstarfsflokk Tjóðveldis í ríkisstjórn. Kjósendur þessara flokka vilja því samstarfsflokka á svipuðum væng stjórnmálanna. Kjósendur Framsóknar, sem er þriðji flokkurinn í núverandi samsteypustjórn og sá minnsti, vilja einna helst sjá núverandi ríkisstjórn halda velli.Buðu flugmiða til þess að safna undirskriftum Færeyjaflokkurinn fór óvenjulegar leiðir til þess að safna undirskriftum.FacebookÍ kosningunum í ár komu tveir nýir flokkar fram á sjónarsviðið, annars vegar flokkurinn Framtakið þar sem tólf eru í framboði og hins vegar Færeyjaflokkurinn þar sem fjórir eru í framboði. Leið Færeyjaflokksins að kjörseðlinum var ekki auðveld og í febrúar var tilkynnt að flokkurinn væri hættur störfum. Hjalmar Zachariassen, leiðtogi flokksins og á þeim tíma eini flokksmaður flokksins, sagði ástæðuna vera að það væri einfaldlega of erfitt að sjá um heilan flokk einn síns liðs. Hann sagði í yfirlýsingu sinni að það væri mikil vöntun á „alvöru frjáslyndum flokki“ í Færeyjum þar sem nær allir aðrir flokkar væru hliðhollir miðstýringu og sú þróun væri að skila sér í því að færri færu með völdin og græddu hvað mest. Jafnframt væri það einfaldlega ekki réttlátt að höfuðstaðurinn væri algjörlega í forgangi hjá stjórnvöldum. Hjálmar gekk í kjölfarið til liðs við Framtakið sem berst nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Það stóð stutt og ákvað hann að gefa ekki drauminn um Færeyjaflokkinn upp á bátinn. Hann óskaði eftir aðstoð við að safna þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til að bjóða fram þar sem fyrri undirskriftir flokksins höfðu runnið út og vakti það athygli hve óvenjulegar leiðir var farið í því verkefni, en þeir sem skrifuðu undir framboð flokksins áttu möguleika á að vinna flugmiða. Flokkurinn biðlaði því til fylgjenda sinna á Facebook að skrifa undir framboð þeirra, og áréttaði að þeir sem höfðu áður gert það þyrftu að gera það á ný. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir voru á þessu útspili flokksins var það hvorki brot á markaðslögum né kosningalögum svo lengi sem undirskriftirnar væru réttar. Færeyjaflokkurinn er því á meðal þeirra níu flokka sem Færeyingar velja á milli í dag, með fjóra frambjóðendur á lista. Færeyjar Tengdar fréttir Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu að staðartíma í morgun og eru þeir 57 talsins, einum færri en í síðustu kosningum árið 2015. Fólki á kjörskrá fjölgar um 1.361 frá síðustu kosningum en hlutfall nema erlendis er þó lægra en síðast og fer úr 670 niður í 375. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld að staðartíma. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna hafa gefið misvísandi niðurstöður, ýmist benda þær til stórsigur Fólkaflokksins eða núverandi stjórnarflokks, Javnaðarflokksins, sem hefur verið í vinstri samsteypustjórn með Tjóðveldisflokknum og Framsókn. Í tveimur skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir fréttamiðilinn Portal.fo á dögunum kemur fram að Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og formaður Javnaðarflokksins, nýtur mikils stuðnings kjósenda og vilja tæplega fjörutíu prósent sjá hann áfram í embætti. Þar kemur næstur Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, með 21,9 prósent og þar á eftir Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, með 14,8 prósent. Frá kjörstað í KÍ-höllinni.Sverri Egholm/Portal.foKjósendur ekki spenntir fyrir þverpólitískri stjórn Stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist mestur á meðal íbúa höfuðstaðarins Þórshafnar sem og kvenna almennt. Í öðrum bæjarfélögum örlar á meiri hægri sveiflu meðal kjósenda sem vilja sjá íhaldsflokkanna í ríkisstjórn. Sjá einnig: Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í FæreyjumÞá virðist vera almenn samstaða á meðal kjósenda Fólkaflokksins og Tjóðveldis um hvaða flokka þeirra flokkur eigi að sækjast eftir samstarfi við. Þeir sem hyggjast kjósa Fólkaflokkinn vilja sjá samstarf með Sambandsflokknum á meðan kjósendur Tjóðveldis óska eftir samstarfi við Javnaðarflokkin, núverandi samstarfsflokk Tjóðveldis í ríkisstjórn. Kjósendur þessara flokka vilja því samstarfsflokka á svipuðum væng stjórnmálanna. Kjósendur Framsóknar, sem er þriðji flokkurinn í núverandi samsteypustjórn og sá minnsti, vilja einna helst sjá núverandi ríkisstjórn halda velli.Buðu flugmiða til þess að safna undirskriftum Færeyjaflokkurinn fór óvenjulegar leiðir til þess að safna undirskriftum.FacebookÍ kosningunum í ár komu tveir nýir flokkar fram á sjónarsviðið, annars vegar flokkurinn Framtakið þar sem tólf eru í framboði og hins vegar Færeyjaflokkurinn þar sem fjórir eru í framboði. Leið Færeyjaflokksins að kjörseðlinum var ekki auðveld og í febrúar var tilkynnt að flokkurinn væri hættur störfum. Hjalmar Zachariassen, leiðtogi flokksins og á þeim tíma eini flokksmaður flokksins, sagði ástæðuna vera að það væri einfaldlega of erfitt að sjá um heilan flokk einn síns liðs. Hann sagði í yfirlýsingu sinni að það væri mikil vöntun á „alvöru frjáslyndum flokki“ í Færeyjum þar sem nær allir aðrir flokkar væru hliðhollir miðstýringu og sú þróun væri að skila sér í því að færri færu með völdin og græddu hvað mest. Jafnframt væri það einfaldlega ekki réttlátt að höfuðstaðurinn væri algjörlega í forgangi hjá stjórnvöldum. Hjálmar gekk í kjölfarið til liðs við Framtakið sem berst nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Það stóð stutt og ákvað hann að gefa ekki drauminn um Færeyjaflokkinn upp á bátinn. Hann óskaði eftir aðstoð við að safna þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til að bjóða fram þar sem fyrri undirskriftir flokksins höfðu runnið út og vakti það athygli hve óvenjulegar leiðir var farið í því verkefni, en þeir sem skrifuðu undir framboð flokksins áttu möguleika á að vinna flugmiða. Flokkurinn biðlaði því til fylgjenda sinna á Facebook að skrifa undir framboð þeirra, og áréttaði að þeir sem höfðu áður gert það þyrftu að gera það á ný. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir voru á þessu útspili flokksins var það hvorki brot á markaðslögum né kosningalögum svo lengi sem undirskriftirnar væru réttar. Færeyjaflokkurinn er því á meðal þeirra níu flokka sem Færeyingar velja á milli í dag, með fjóra frambjóðendur á lista.
Færeyjar Tengdar fréttir Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18