Enski boltinn

Segir heimavöll Jóhanns Bergs og félaga einn þann erfiðasta í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent fagnar markinu sínu, eða sjálfsmarkinu, í gær.
Trent fagnar markinu sínu, eða sjálfsmarkinu, í gær. vísir/getty
Trent Alexander-Arnold átti stóran þátt í fyrsta marki Liverpool í gær er liðið vann öruggan 3-0 útisigur á Burnley. Liðin mættust í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor í gær.

Fyrirgjöf Trent for af Chris Wood og yfir Nick Pope í marki Burnley. Heppnisstimpill en Trent útskýrði markið skrautlega í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Það var smá heppni yfir þessu en við fengum mark svo enginn mun kvarta. Við náðum að halda hreinu sem var það mikilvægasta,“ sagði landsliðsbakvörður Englendinga.

„Þeir vilja fá fyrirgjafir inn í teiginn því þeir verjast þannig svo ég reyndi að koma boltanum á bakvið þá. Sem betur fer fór hann af einum og ég er ekki hissa að þetta sé sjálfsmark.“







„Það var mikilvægt að ná fyrsta markinu inn sem fyrst. Burnley er einn erfiðasti staðurinn til þess að spila á því völlurinn er svo lítill og nálægðin mikil. Að ná í þrjú stig og halda hreinu er frábært.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×