Erlent

Einn myrtur og minnst níu særðir í Frakklandi eftir hnífaárás

Eiður Þór Árnason skrifar
Borgin Villeurbanne þar sem árásin átti sér stað er staðsett norðaustur af Lyon
Borgin Villeurbanne þar sem árásin átti sér stað er staðsett norðaustur af Lyon Vísir/Ap
Einn var myrtur og minnst níu aðrir særðir í borginni Villeurbanne í Frakkalandi í dag eftir meinta hnífaárás samkvæmt upplýsingum sem lögregla veitti Reuters fréttastofunni.

Hinn grunaði hefur verið handtekinn og hafði þá hníf í fórum sér. Haft er eftir ónefndum heimildarmanni Reuters fréttastofunnar innan lögreglunnar að nítján ára ungmenni hafi látist í árásinni.

Hinn grunaði er sagður hafa ráðist á fólk sem beið á strætóstöð og hafi síðan hlaupið í átt að neðanjarðarlestarstöð þegar hann var stoppaður af starfsfólki og öðrum óbreyttum borgurum.

Enn er óljóst hvað lá að baki árásinni, sem átti sér stað í kringum hálf þrjú í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt heimildum CNN er árásin ekki rannsökuð sem hryðjuverk eins og sakir standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×