Innlent

Krabbaveiðimenn í klandri í Skerjafirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stafli af krabbagildrum úr erlendum myndabanka.
Stafli af krabbagildrum úr erlendum myndabanka. Getty/ Cláudio Policarpo
Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom litlum vélarvana bát í Skerjafirði til aðstoðar skömmu eftir klukkan 20 í gær. Þrír menn voru í bátnum og kölluðu þeir eftir aðstoð, en mótor bátsins á að hafa bilað meðan skipverjarnir voru að vitja um krabbagildrur.Björgunarsveitin var við æfingar í Hafnarfirði og mætti á vettvang og aðstoðaði við að koma bát og mönnum að landi.Í skeyti lögreglu segir ennfremur að báturinn hafi aðeins verið lítill gúmmíbátur sem beri varla meira en tvo menn auk þess sem einn um borð hafi ekki verið í björgunarvesti.Ekki fylgir sögunni hvernig fiskaðist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.