Innlent

Krabbaveiðimenn í klandri í Skerjafirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stafli af krabbagildrum úr erlendum myndabanka.
Stafli af krabbagildrum úr erlendum myndabanka. Getty/ Cláudio Policarpo
Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom litlum vélarvana bát í Skerjafirði til aðstoðar skömmu eftir klukkan 20 í gær. Þrír menn voru í bátnum og kölluðu þeir eftir aðstoð, en mótor bátsins á að hafa bilað meðan skipverjarnir voru að vitja um krabbagildrur.

Björgunarsveitin var við æfingar í Hafnarfirði og mætti á vettvang og aðstoðaði við að koma bát og mönnum að landi.

Í skeyti lögreglu segir ennfremur að báturinn hafi aðeins verið lítill gúmmíbátur sem beri varla meira en tvo menn auk þess sem einn um borð hafi ekki verið í björgunarvesti.

Ekki fylgir sögunni hvernig fiskaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×