Enski boltinn

Leikmenn verða hræddir við að fagna mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Phillips fagnar marki fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Kevin Phillips fagnar marki fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Tom Shaw

Það oft mikil dramatík í gangi þegar kemur að myndbandsdómgæslunni og allri óvissunni sem tekur við þegar atvik er til skoðunar hjá Varsjánni.

Enska úrvalsdeildin er á sínu fyrsta tímabili með VAR og það er óhætt að segja að það hafi þegar stolið senunni í fyrstu tveimur umferðunum.

Einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina, Kevin Phillips, segir að Varsjáin muni örugglega fara að hafa áhrif á fagnaðarlæti leikmanna þegar þeir skora mörk.

Kevin Phillips skoraði 30 mörk fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999-2000 og vann ekki bara gullskóinn í Englandi heldur einnig Gullskó Evrópu.

Phillips mætti í „The Debate“ á Sky Sports og tók þátt í umræðunni um VAR í ensku úrvalsdeildinni.„Leikmenn verða hræddir við að fagna mörkunum sínum núna. Ef ég skora mark þá þarf ég að bíða og vona í fimmtán til tuttugu sekúndur að ekkert hafi gerst í undirbúning marksins,“ sagði Kevin Phillips en sagðist engu að síður vera stuðningsmaður þess að nota myndbandadómara.

Stór hluti af því að skora mark er að fá að fagna því vel með félögum sínum í liðinu. Sú fagnaðarlæti líta kjánalega út þegar markið er síðan dæmt af. Aðrir líta svo á að þeir fái mögulega tækifæri til að fagna marki sínu tvisvar.

Manchester City fagnaði vel „sigurmarki“ sínu á móti Tottenham og þá sérstaklega markaskorarinn Gabriel Jesus. Hann vissi síðan varla hvar á sig stóð veðrið þegar Varsjáin dæmdi síðan markið af.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.