Íslenski boltinn

Uppaldir Völsungar skora mest í Pepsi Max-deild karla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völsungarnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa skilað 16 mörkum í sumar fyrir KA. Átta mörk á haus.
Völsungarnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa skilað 16 mörkum í sumar fyrir KA. Átta mörk á haus. vísir/bára

Það er búið að skora 219 mörk í Pepsi Max-deild karla og athygli vekur að flest mörk deildarinnar koma úr Þingeyjarsýslunni.

Hinn talnaglöggi sparkspekingur, Leifur Grímsson, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Strákar sem eru aldir upp hjá Völsungi á Húsavík hafa skorað mest eða 26 mörk. Uppaldir Blikar koma svo næstir með 21 mark.Þar á eftir koma Fylkisstrákar með 18 en Stjarnan, Víkingur og ÍA eiga svo stráka með 16 mörk í sumar.

Leifur greinir einnig frá því 204 leikmenn hafi spilað í Pepsi Max-deildinni í sumar og Blikar hafa alið upp flesta leikmenn deildarinnar eða 23. Fylkir kemur næstur með 18 og svo FH með 15.

Völsungar á skotskónum:

Elfar Árni Aðalsteinsson, KA - 8 mörk
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA - 8
Pálmi Rafn Pálmason, KR - 6
Baldur Sigurðsson, Stjarnan - 3
Hrannar Björn Steingrímsson, KA - 1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.