Íslenski boltinn

Uppaldir Völsungar skora mest í Pepsi Max-deild karla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völsungarnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa skilað 16 mörkum í sumar fyrir KA. Átta mörk á haus.
Völsungarnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa skilað 16 mörkum í sumar fyrir KA. Átta mörk á haus. vísir/bára
Það er búið að skora 219 mörk í Pepsi Max-deild karla og athygli vekur að flest mörk deildarinnar koma úr Þingeyjarsýslunni.

Hinn talnaglöggi sparkspekingur, Leifur Grímsson, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Strákar sem eru aldir upp hjá Völsungi á Húsavík hafa skorað mest eða 26 mörk. Uppaldir Blikar koma svo næstir með 21 mark.





Þar á eftir koma Fylkisstrákar með 18 en Stjarnan, Víkingur og ÍA eiga svo stráka með 16 mörk í sumar.

Leifur greinir einnig frá því 204 leikmenn hafi spilað í Pepsi Max-deildinni í sumar og Blikar hafa alið upp flesta leikmenn deildarinnar eða 23. Fylkir kemur næstur með 18 og svo FH með 15.

Völsungar á skotskónum:

Elfar Árni Aðalsteinsson, KA - 8 mörk

Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA - 8

Pálmi Rafn Pálmason, KR - 6

Baldur Sigurðsson, Stjarnan - 3

Hrannar Björn Steingrímsson, KA - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×