Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 20:30 Bjarni sagðist vissulega líta til skoðanakannanna en eina mælingin á fylgi sem skipti máli væri það fylgi sem flokkurinn fengi í kosningum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins, um meintan klofning innan hans og fylgi flokksins undanfarna mánuði í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þá tjáði sig hann um orðróm um brotthvarf hans úr stjórnmálum, sem hann gaf lítið fyrir. Í upphafi viðtals var farið yfir niðurstöður nýjustu kannanna MMR þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur mælst 19,1 prósent. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn sótt í sig veðrið og aukið við sig fylgi sem margir rekja beint til umræðu um þriðja orkupakkann. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. Flokksforystan hefði átt í góðu samtali við flokksmenn, haldið tugi opinna funda og hlustað á þau sjónarmið hafa komið fram vegna málsins innan flokksins. Þrátt fyrir minnkandi fylgi í könnunum væru kosningar eina mælingin sem raunverulega skipti máli. „Ég er í liði með þeim sem segjast vilja sækja meira fylgi og ég tel að við höfum málefnalega stöðu til þess að gera það,“ sagði Bjarni en hann teldi þó landslagið hafa gjörbreyst á síðustu tíu árum með tilkomu nýrra og minni flokka.Finnur enn gleðina í stjórnmálum Umræða um brotthvarf Bjarna úr stjórnmálum hefur flogið hátt undanfarna mánuði en hann hefur sjálfur neitað því að hann hyggist hætta á næstunni. Í viðtali við Stöð 2 á 90 ára afmæli flokksins þvertók hann fyrir þessar vangaveltur og sagðist enn eiga eftir að fylgja eftir mikilvægum málum. Sömuleiðis tjáði tengdafaðir Bjarna sig um orðróminn og sagði hann vera til þess fallinn að ala á tortryggni.Sjá einnig: Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna „Ég er auðvitað tiltölulega nýlega búinn að gefa kost á mér sem formaður. Ég efndi hérna til stjórnarsamstarfs við tvo flokka til þess að bæði auka stjórnmálalegan stöðugleika að nýju í landinu og ná ákveðnum markmiðum, til dæmis í efnahagsmálum og fyrir efnahagslegan stöðugleika í landinu og ég ætla ekkert að hlaupa frá því verki,“ sagði Bjarni aðspurður hvort gleðin væri enn til staðar. Hann sagðist hafa fengið einstakan stuðning frá flokksmönnum á síðasta landsfundi og hann brenni enn fyrir þeim verkefnum sem hann sé að sinna. Starfið sé þó krefjandi en gleðin fylgi því að sjá framgang mikilvægra mála. „Þegar ég horfi til baka núna tíu ár aftur í tímann og skoða hvað mikið hefur breyst og frá 2013 þennan tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn og verið í ráðuneytinu, þá hafa svo mörg mál fengið farsælan endi og staðan á Íslandi batnað svo mjög til hins betra að það er alveg sérstök ánægja að fara yfir það og sjá hversu bjart er fram undan.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins, um meintan klofning innan hans og fylgi flokksins undanfarna mánuði í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þá tjáði sig hann um orðróm um brotthvarf hans úr stjórnmálum, sem hann gaf lítið fyrir. Í upphafi viðtals var farið yfir niðurstöður nýjustu kannanna MMR þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur mælst 19,1 prósent. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn sótt í sig veðrið og aukið við sig fylgi sem margir rekja beint til umræðu um þriðja orkupakkann. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. Flokksforystan hefði átt í góðu samtali við flokksmenn, haldið tugi opinna funda og hlustað á þau sjónarmið hafa komið fram vegna málsins innan flokksins. Þrátt fyrir minnkandi fylgi í könnunum væru kosningar eina mælingin sem raunverulega skipti máli. „Ég er í liði með þeim sem segjast vilja sækja meira fylgi og ég tel að við höfum málefnalega stöðu til þess að gera það,“ sagði Bjarni en hann teldi þó landslagið hafa gjörbreyst á síðustu tíu árum með tilkomu nýrra og minni flokka.Finnur enn gleðina í stjórnmálum Umræða um brotthvarf Bjarna úr stjórnmálum hefur flogið hátt undanfarna mánuði en hann hefur sjálfur neitað því að hann hyggist hætta á næstunni. Í viðtali við Stöð 2 á 90 ára afmæli flokksins þvertók hann fyrir þessar vangaveltur og sagðist enn eiga eftir að fylgja eftir mikilvægum málum. Sömuleiðis tjáði tengdafaðir Bjarna sig um orðróminn og sagði hann vera til þess fallinn að ala á tortryggni.Sjá einnig: Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna „Ég er auðvitað tiltölulega nýlega búinn að gefa kost á mér sem formaður. Ég efndi hérna til stjórnarsamstarfs við tvo flokka til þess að bæði auka stjórnmálalegan stöðugleika að nýju í landinu og ná ákveðnum markmiðum, til dæmis í efnahagsmálum og fyrir efnahagslegan stöðugleika í landinu og ég ætla ekkert að hlaupa frá því verki,“ sagði Bjarni aðspurður hvort gleðin væri enn til staðar. Hann sagðist hafa fengið einstakan stuðning frá flokksmönnum á síðasta landsfundi og hann brenni enn fyrir þeim verkefnum sem hann sé að sinna. Starfið sé þó krefjandi en gleðin fylgi því að sjá framgang mikilvægra mála. „Þegar ég horfi til baka núna tíu ár aftur í tímann og skoða hvað mikið hefur breyst og frá 2013 þennan tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn og verið í ráðuneytinu, þá hafa svo mörg mál fengið farsælan endi og staðan á Íslandi batnað svo mjög til hins betra að það er alveg sérstök ánægja að fara yfir það og sjá hversu bjart er fram undan.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56
Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25