Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Baldvin Jónsson sem starfaði sem auglýsingastjóri Morgunblaðsins í 24 á og í áratug við markaðsstarf í Bandaríkjunum. Vísir/VIlhelm/FBL/Anton Brink Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58