Innlent

Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm
Samfylkingin bætir við sig rúmlega fjórum prósentustigum í nýrri könnun MMR, samanborið við fylgi flokksins í júlímánuði. Er nú svo komið að Samfylkingin nýtur næst mests fylgis, 16,8 prósent, á eftir Sjálfstæðisflokki sem mælist með 19,1 prósent stuðning rétt eins og í fyrri mánuði.

Fylgi Pírata hefur, rétt eins og Samfylkingarinnar, sveiflast mikið frá fyrri könnun. Fylgi Pírata mældist nú 11,3 prósent en var um 14,1 prósent í síðustu könnun og hefur stuðningurinn við flokkinn því dregist saman um nær 3 prósentustig á milli mánaða.

Aðrar sveiflur eru minni. Framsókn bætur við sig rúmum tveimur prósentustigum og mælist stuðningurinn nú 10,4 prósent, Flokkur fólksins tapar um 2 prósentustiga stuðningi milli mánaða og þá minnkar stuðningur Vinstri grænna um eitt prósentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,8 prósent, samanborið við 40,3 prósent í síðustu könnun.

Alls svöruðu 990 manns könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 12. til 19. ágúst. Álitsgjafar MMR eru sagðir valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.

Nánari útlistun á niðurstöðum MMR má sjá hér að neðan.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,1% og mældist 19,1% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,0% og mældist 12,4% í síðustu könnnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,5% og mældist 12,5% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,4% og mældist 8,3% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,3% og mældist 9,9% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,1% og mældist 6,8% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,9% og mældist 3,4% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×