Íslenski boltinn

Valsmenn búnir að fá á sig flest mörk eftir hornspyrnur í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn eru hér búnir að fá á sig eitt af  mörkum 27 sem þeir hafa leikið inn í sumar.
Valsmenn eru hér búnir að fá á sig eitt af mörkum 27 sem þeir hafa leikið inn í sumar. Vísir/Vilhelm
Vandræði Íslandsmeistara Vals í titilvörninni í sumar tengjast meðal annars því að eiga í miklum vandræðum með að verjast hornspyrnum og aukaspyrnur andstæðinga sinna.

Það hefur gengið illa hjá Valsmönnum að verjast föstum leikatriðum í Pepsi Max deild karla í fótbolta og þetta sýnir Instat tölfræðin líka svart á hvítu.

Valur er það lið í Pepsi Max deildinni sem hefur fengið flest mörk á sig eftir föst leikatriði og ekkert lið hefur heldur fengið fleiri mörk á sig eftir hornspyrnur.

Valsmenn hafa fengið á sig 27 mörk í 17 leikjum í sumar þar af hafa fimmtán þeirra komið eftir föst leikatriði. Botnlið Eyjamanna hefur líka fengið á sig fimmtán mörk eftir uppsett atriði.  

56 próent marka sem Valsliðið hefur fengið á sig í sumar hafa því komið úr hornspyrnum, aukaspyrnur, innköstum eða vítum. Ekkert annað lið er í sömu stöðu.

Valsmenn eru enn fremur eina lið Pepsi Max deildarinnar sem hefur fengið á sig níu mörk eftir hornspyrnu í sumar. Þeir eru þar einu marki á undan langneðsta liði deildarinnar.

Valsmenn hafa sem dæmi fengið á níu sinnum fleiri mörk eftir hornspyrnur en lið HK og Grindavíkur. HK og Grindavík hafa aðeins fengið á sig eitt mark hvort félag eftir horn samkvæmt tölfræði Instat.

Flest mörk fengin á sig eftir föst leikatriði

(Tölur frá Instat)

15 - Valur

15 - ÍBV

13 - KA

12 - Stjarnan

12 - Breiðablik

11 - FH

9 - Fylkir

9 - KR

7 - Grindavík

6 - Víkingur

6 - ÍA

4 - HK

Hæsta hlutfall marka fenginna á sig eftir föst leikatriði:

(Tölur frá Instat)

56% - Valur

55% - Breiðablik

48% - Stjarnan

46% - FH

45% - KR

45% - KA

38% - ÍBV

37% - Grindavík

31% - Fylkir

27% - ÍA

22% - Víkingur

21% - HK

Flest mörk fengin á sig eftir hornspyrnur:

(Tölur frá Instat)

9 - Valur

8 - ÍBV

5 - Stjarnan

5 - Breiðablik

5 - Fylkir

4 - FH

2 - KA

2 - KR

2 - Víkingur

2 - ÍA

1 - Grindavík

1 - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×