Íslenski boltinn

Valsmenn búnir að fá á sig flest mörk eftir hornspyrnur í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn eru hér búnir að fá á sig eitt af  mörkum 27 sem þeir hafa leikið inn í sumar.
Valsmenn eru hér búnir að fá á sig eitt af mörkum 27 sem þeir hafa leikið inn í sumar. Vísir/Vilhelm

Vandræði Íslandsmeistara Vals í titilvörninni í sumar tengjast meðal annars því að eiga í miklum vandræðum með að verjast hornspyrnum og aukaspyrnur andstæðinga sinna.

Það hefur gengið illa hjá Valsmönnum að verjast föstum leikatriðum í Pepsi Max deild karla í fótbolta og þetta sýnir Instat tölfræðin líka svart á hvítu.

Valur er það lið í Pepsi Max deildinni sem hefur fengið flest mörk á sig eftir föst leikatriði og ekkert lið hefur heldur fengið fleiri mörk á sig eftir hornspyrnur.

Valsmenn hafa fengið á sig 27 mörk í 17 leikjum í sumar þar af hafa fimmtán þeirra komið eftir föst leikatriði. Botnlið Eyjamanna hefur líka fengið á sig fimmtán mörk eftir uppsett atriði.  

56 próent marka sem Valsliðið hefur fengið á sig í sumar hafa því komið úr hornspyrnum, aukaspyrnur, innköstum eða vítum. Ekkert annað lið er í sömu stöðu.

Valsmenn eru enn fremur eina lið Pepsi Max deildarinnar sem hefur fengið á sig níu mörk eftir hornspyrnu í sumar. Þeir eru þar einu marki á undan langneðsta liði deildarinnar.

Valsmenn hafa sem dæmi fengið á níu sinnum fleiri mörk eftir hornspyrnur en lið HK og Grindavíkur. HK og Grindavík hafa aðeins fengið á sig eitt mark hvort félag eftir horn samkvæmt tölfræði Instat.

Flest mörk fengin á sig eftir föst leikatriði
(Tölur frá Instat)
15 - Valur
15 - ÍBV
13 - KA
12 - Stjarnan
12 - Breiðablik
11 - FH
9 - Fylkir
9 - KR
7 - Grindavík
6 - Víkingur
6 - ÍA
4 - HK

Hæsta hlutfall marka fenginna á sig eftir föst leikatriði:
(Tölur frá Instat)
56% - Valur
55% - Breiðablik
48% - Stjarnan
46% - FH
45% - KR
45% - KA
38% - ÍBV
37% - Grindavík
31% - Fylkir
27% - ÍA
22% - Víkingur
21% - HK

Flest mörk fengin á sig eftir hornspyrnur:
(Tölur frá Instat)
9 - Valur
8 - ÍBV
5 - Stjarnan
5 - Breiðablik
5 - Fylkir
4 - FH
2 - KA
2 - KR
2 - Víkingur
2 - ÍA
1 - Grindavík
1 - HKAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.