Íslenski boltinn

Jafnt í fallslag á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Snorri Guðlaugsson og félagar í Haukum lentu snemma undir gegn Aftureldingu en komu til baka og jöfnuðu.
Daníel Snorri Guðlaugsson og félagar í Haukum lentu snemma undir gegn Aftureldingu en komu til baka og jöfnuðu. vísir/andri marinó
Haukar og Afturelding skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik 18. umferðar Inkasso-deildar karla.

Leikurinn var afar mikilvægur í fallbaráttunni. Afturelding er enn í 9. sæti, nú með 18 stig. Haukar fóru hins vegar upp úr fallsæti og eru í því tíunda með 16 stig. Magni sendir Hauka aftur niður í fallsæti ef liðið fær stig gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn.

Afturelding byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði áður en nokkur útileikmaður Hauka snerti boltann. Markið gerði David Eugenio Marquina. Hann fylgdi þá eftir skoti Jasons Daða Svanþórssonar sem Sindri Þór Sigþórsson varði út í vítateiginn.



Á 23. mínútu jafnaði Aron Freyr Róbertsson fyrir Hauka eftir góða skyndisókn og sendingu Ásgeirs Þórs Ingólfssonar.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Haukum hefur ekki gengið vel á Ásvöllum í sumar. Þeir hafa aðeins fengið sex stig í níu heimaleikjum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×