Enski boltinn

Fimm ár síðan Samuel Eto'o fagnaði með boltastrák á Brúnni: Í dag spilar boltastrákurinn með Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eto'o fagnar marki í leiknum umrædda.
Eto'o fagnar marki í leiknum umrædda. vísir/getty
Samuel Eto'o gerði þrjú mörk þegar Chelsea vann 3-1 sigur á Manchester United árið 2014 en myndir úr sigrinum vekja enn meiri athygli í dag.Kamerúnski framherjinn fagnaði nefnilega einu marki sínu með boltastráknum er Chelsea vann þennan örugga sigur en Jose Mourinho var þá stjóri Chelsea.Nú er hins vegar boltastrákurinn að spila með Chelsea-liðinu því Eto'o fagnaði markinu nefnilega með Callum Hudson-Odoi, leikmanni Chelsea í dag.Odoi var þá þrettán ára gamall en hann gekk í raðir akademíu félagsins einungis sjö ára gamall. Það var árið 2007.Markið sem þeir fögnuðu saman var þriðja mark Chelsea í leiknum sem kom í upphafi síðari hálfleiksins. Skemmtilegar myndir sem má sjá hér að ofan.Odoi er nú á meiðslalistanum en hann var mikið orðaður burt frá Lundúnarliðinu í janúar. Nú er reiknað með að hann skrifi undir nýjan samning við félagið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.