Enski boltinn

Fimm ár síðan Samuel Eto'o fagnaði með boltastrák á Brúnni: Í dag spilar boltastrákurinn með Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eto'o fagnar marki í leiknum umrædda.
Eto'o fagnar marki í leiknum umrædda. vísir/getty

Samuel Eto'o gerði þrjú mörk þegar Chelsea vann 3-1 sigur á Manchester United árið 2014 en myndir úr sigrinum vekja enn meiri athygli í dag.

Kamerúnski framherjinn fagnaði nefnilega einu marki sínu með boltastráknum er Chelsea vann þennan örugga sigur en Jose Mourinho var þá stjóri Chelsea.

Nú er hins vegar boltastrákurinn að spila með Chelsea-liðinu því Eto'o fagnaði markinu nefnilega með Callum Hudson-Odoi, leikmanni Chelsea í dag.Odoi var þá þrettán ára gamall en hann gekk í raðir akademíu félagsins einungis sjö ára gamall. Það var árið 2007.

Markið sem þeir fögnuðu saman var þriðja mark Chelsea í leiknum sem kom í upphafi síðari hálfleiksins. Skemmtilegar myndir sem má sjá hér að ofan.

Odoi er nú á meiðslalistanum en hann var mikið orðaður burt frá Lundúnarliðinu í janúar. Nú er reiknað með að hann skrifi undir nýjan samning við félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.