Gylfi tekinn af velli þegar Everton tapaði gegn nýliðunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í baráttu við Douglas Luiz í leiknum í kvöld.
Gylfi Sigurðsson í baráttu við Douglas Luiz í leiknum í kvöld. vísir/getty
Nýliðar Aston Villa lögðu Everton 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Villa komst yfir í fyrri hálfleik og tryggði sigurinn með marki á lokasekúndum leiksins.Fyrir leikinn var Everton með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en Aston Villa stigalaust eftir töp gegn Tottenham og Bournemouth. Gylfi Þór Sigurðsson var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Everton sem hafði aðeins skorað eitt mark í deildinni.Það breyttist ekki í kvöld. Aston Villa komst yfir á 22.mínútu með marki Wesley sem kláraði færið sitt vel eftir frábæra sendingu innfyrir vörnina frá Jota.Staðan í hálfleik var 1-0. Marco Silva gerði breytingar eftir hlé og var Gylfi Þór fyrsta fórnarlamb þeirra. Hann fór af velli á 61.mínútu fyrir Alex Iwobi sem gekk til liðs við Everton frá Arsenal rétt fyrir lok félagaskiptagluggans.Það var einmitt Iwobi sem átti stóran þátt í að skapa hættulegasta færi Everton í leiknum í uppbótartíma. Hann lagði boltann fyrir markið á Theo Walcott, sem þá var nýkominn inn sem varamaður, en Walcott fór illa að ráði sínu og setti boltann vel yfir markið.Á 95.mínútu gulltryggði Anwar El Ghazi síðan sigur Aston Villa þegar hann skoraði eftir skyndisókn og góða sendingu frá John McGinn. Fyrsti sigur nýliðanna staðreynd og fögnuðurinn mikill á Villa Park.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.