Erlent

Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak

Andri Eysteinsson skrifar
Netanyahu hefur ýjað að því að Ísrael beri ábyrgð.
Netanyahu hefur ýjað að því að Ísrael beri ábyrgð. Getty/NurPhoto

Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta fulltrúar bandarískra yfirvalda. AP greinir frá.

Hingað til hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðnum en írösk yfirvöld hafa leitað að þeim sem ábyrgð bera. Háværir orðrómar hafa þó breiðst út um svæðið að Ísrael hafi staðið að árásunum. Fyrr í vikunni sakaði foringi hersamtakanna PMU Ísrael um að hafa beitt drónum þegar vopnageymslan var eyðilögð en kenndi þó Bandaríkjunum einnig um.

Tveir íranskir hermenn létu lífið í árásinni 19.júlí. Herstöðin er stödd í Amirli í Salaheddin í norðurhluta landsins. Sprengjuárásin 19. Júlí er ein þriggja sem voru framkvæmdar á íranskar herstöðvar í Írak í sumar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sem ekki vilja koma fram undir nafni segja það öruggt að Ísrael hafi staðið að baki hið minnsta einni þeirra.

Þrátt fyrir að Ísrael hafi ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum þykjast margir geta lesið það út úr orðum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að ríkið sé ábyrgt. Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni sagði Netanjahú að Íran fái enga friðhelgi frá Ísrael. Netanjahú sakaði Íran um að setja upp herstöðvar víðs vegar um miðausturlönd til þess að tryggja stöðu sína gagnvart Ísrael.

„Við bregðumst víða við þegar ríki vill gjöreyða okkur. Ég hef veitt öryggissveitum leyfi til þess að gera hvað sem þarf til þess að stöðva áform Írana“ sagði Netanjahú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.