Innlent

Al­elda bíll við lög­reglu­stöðina á Hverfis­götu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Bíllinn var alelda á bílastæðinu.
Bíllinn var alelda á bílastæðinu. aðsend

Bíll stóð alelda á bílastæði lögreglunnar við Hverfisgötu í kvöld. Eldurinn var tilkynntur til slökkviliðs klukkan korter yfir níu, einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og hefur slökkvilið nú lokið störfum sínum.

aðsend

Ekki er ljóst hvernig kviknaði í bílnum, hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða, en bíllinn var númerslaus og óljóst hvort einhver hafi verið inni í honum þegar eldurinn kviknaði. Þá er ekki vitað hvernig bíl er um að ræða. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan heyrast sprengingar sem urðu í bílnum.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eldur hafi kviknað klukkan 21:12 og var bíllinn í einkaeigu. Bíllinn er mikið skemmdur. Ekki er ljóst hvernig hafi kviknað í bifreiðinni en málið er nú í rannsókn. 

Fréttin var uppfærð klukkan 22:34.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.