Enski boltinn

Klopp: Erum ekki Disneyland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp fagnar með James Milner eftir leikinn gegn Arsenal.
Klopp fagnar með James Milner eftir leikinn gegn Arsenal. vísir/getty

„Þetta var frábær leikur hjá mínu liði svona snemma á tímabilinu. Þetta var stórkostlegt. Það var kraftur, orka, græðgi og ástríða í okkar frammistöðu sem þarf gegn liði eins og Arsenal,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Arsenal, 3-1, í dag.

Liverpool komst í 3-0 áður en Arsenal minnkaði muninn á 85. mínútu.

„Síðustu tíu mínúturnar voru þeir meira með boltann en það hlýtur að hafa verið öðruvísi fyrstu 80 mínúturnar. Við vorum með fullkomna stjórn á leiknum. Við erum ekki Disneyland, við þurfum ekki að skemmta öllum hverja einustu sekúndu,“ sagði Klopp.

Sá þýski hélt áfram að hrósa sínum mönnum.

„Við settum þá undir pressu og bakverðirnir voru mjög framarlega. Strákarnir gerðu það sem til var ætlast af þeim og skoruðu frábær mörk,“ sagði Klopp.

Liverpool er með níu stig eftir þrjár umferðir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn tapað stigi á tímabilinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.