Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 09:00 Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Vísir/ap Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38