Erlent

Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Johnson og Merkel ræddu saman í gær.
Johnson og Merkel ræddu saman í gær. Nordicphotos/Getty
Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar.

Johnson fundaði með leiðtogum Evrópu í París í gær um stöðuna en eins og málin standa fara Bretar út án samnings þann 31. október.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti þrýsti á Johnson að sýna fram á heilsteypta áætlun sem fyrst því að ekki væri hægt að semja á síðustu stundu.

Eitt helsta málið á dagskrá voru landamærin við Írland. Fullvissaði Johnson kollega sína um að þegar hefði verið unnið að „tæknilegri útfærslu“ til að koma í veg fyrir uppsetningu landamærastöðva án þess að skýra það nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×