Arnar: Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta Axel Örn Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:40 Arnar í rigningunni í kvöld. vísir/bára „Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00