Íslenski boltinn

Ágúst: Gengur ekki endalaust að gefa liðum forgjöf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Gylfason, þjálfari Blika.
Ágúst Gylfason, þjálfari Blika. vísir/daníel
„Sama og gerðist á móti Val. Við þurfum að loka á þetta og gefa liðum ekki forgjöf á okkur. FH hefðu geta verið komnir þrjú eða 4-0 yfir í fyrri hálfleik. Það þarf eitthvað til að kveikja á okkur og það eru tvö mörk í dag sem gerðu það og við sýndum geggjaðan karakter,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, þegar hann var spurður út í hvað hefði farið úrskeiðis í upphafi gegn FH í kvöld.

 

Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu magnaðan 4-2 sigur í Kaplakrika í kvöld og halda þar með 2. sæti deildarinnar en Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

 

„Þegar við vorum manni fleiri fannst mér þetta aldrei spurning. Létum boltann rúlla eins og Blikar gera best og náðum á endanum að fjögur mörk.“

 

Blikar byrjuðu í 4-2-3-1 leikkerfi gegn Val og lentu 2-0 undir. Í kvöld byrjuðu þeir í 3-4-3 leikkerfi, lentu 2-0 undir og breyttu í 4-2-3-1 eftir það.

„Ég veit ekki alveg hvaða kerfi við eigum að spila en við þurfum að mæta í leikina, það er nokkuð ljóst. Þessir tveir síðustu leikir eru búnir að vera ótrúlegir þar sem við sýnum gríðarlegan karakter og komum til baka mjög sterkir en það gengur ekki endalaust að gefa liðunum forgjöf,“ sagði Ágúst.

 

Að lokum var hann spurður út í framhaldið.

„Það er einn leikur í einu, það er nokkuð ljóst. Það er leikur á móti Fylki næst og svo kemur landsleikjafrí. Svo koma þrír leikir í lokin og eftir það er talið upp úr kössunum hvar menn enda.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.