Íslenski boltinn

Hefur unnið öll hin liðin en ekki enn fengið eitt stig á móti sínum gömlu lærisveinum í Breiðabliki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. Vísir/Bára
Blikar hafa farið illa með sinn gamla læriföður síðustu tvö sumur í Pepsi Max deildinni.

Ólafur Kristjánsson er eini þjálfarinn sem hefur unnið stóran titil með Breiðabliki en þegar kemur að því að stýra FH-liðinu á móti Blikum er uppskera hans ansi rýr.

Ólafur stýrði FH í gær í fjórða sinn á móti sínum gömlu lærisveinum og líkt og í hin skiptin varð FH-liðið að sætta sig við skell.

FH liðið er nú stigalaust og með tíu mörk í mínus í leikjum sínum við Blika undanfarin tvö tímabil.

Ólafur hefur aftur á móti stýrt FH-liðinu til sigurs á móti öllum hin tólf mótherjum sínum í Pepsi Max deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig stigasöfnun FH undir stjórn Ólafs hefur gengið á móti einstökum liðum deildarinnar. Hann hefur náð í 50 prósent stiga eða betur á móti öllum liðunum nema fjórum.

Undir stjórn Ólafs hefur FH náð í 44 prósent af stigum í boði á móti KR, Stjörnunni og ÍBV en langneðst á listanum er lið Breiðabliks.

Hlutfall stiga hjá FH á móti mótherjum sínum undir stjórn Ólafs Kristjánssonar:

Fjölnir 100% (6 af 6 stigum í boði)

Grindavík 78% (7 af 9)

Valur 75% (9 af 12)

Víkingur R. 67% (8 af 12)

Keflavík 67% (4 af 6)

KA 58% (7 a 12)

Fylkir 50% (6 af 12)

HK 50% (3 af 6)

ÍA 50% (3 af 6)

KR 44% (4 af 9)

Stjarnan 44% (4 af 9)

ÍBV 44% (4 af 9)

Breiðablik 0% (0 af 12)



Leikir FH á móti Breiðabliki undir stjórn Ólafs Kristjánssonar:

2018

Breiðablik vann 3-1 sigur í Kaplakrika í maí

Breiðablik vann 4-1 sigur á Kópavogsvelli í júlí

2019

Breiðablik vann 4-1 sigur á Kópavogsvelli í júní

Breiðablik vann 4-2 sigur á Kaplakrika í ágúst

Samtals

4 leikir - 0 stig af 12 mögulegum

Markatala: -10 (5-15)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×