Liverpool treyjan er nú þrisvar sinnum vinsælli en Man. United treyjan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 09:30 Liverpool treyjan selst mjög vel þessi misserin og margir skella nafni og númeri Mohamed Salah aftan á sína treyju. Hér fagnar Salah en Paul Pogba er ekki eins kátur. Samsett/Getty Engin treyja í ensku úrvalsdeildinni selst betur í dag en Liverpool treyjan en staðarblaðið Liverpool Echo segir frá nýjum sölutölum frá sölufyrirtækinu Love the Sales. „Þökk sé Alex Ferguson var Liverpool í skugga Manchester United í þrjátíu ár en gott gengi í deildinni og vel heppnuð kaup á leikmannamarkaðnum sáu Liverpool komst fram úr Manchester United á treyjumarkaðnum tímabilið 2017-18,“ segir í frétt Liverpool Echo. Þróunin er kominn miklu lengra en síðan þá. „Liverpool treyjurnar eru núna þrisvar sinnum vinsælli en treyjur Manchester United,“ segir í frétt Liverpool Echo.United really are in Liverpool’s shadow on and off the pitch #LFC#MUFChttps://t.co/0NMVUTRtvH — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 27, 2019 Eftirspurnin eftir Liverpool-treyjum jókst um 76 prósent á síðustu leiktíð þar sem Liverpool var í titilbaráttunni fram á síðasta dag og vann síðan Meistaradeildina í sjötta sinn í sögu félagsins. Vinsældir Liverpool eru svo miklar að markmannstreyja Alisson Becker selst nú betur en margar heimavallartreyjur liða ensku úrvalsdeildarinnar.Arsenal with more sales than Man Utd Huddersfield with more sales than Tottenham Leeds with more sales than Everton But Liverpool shirts are more popular than any other club https://t.co/1mgpG74kAe — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 28, 2019Markmannstreyja Alisson eru svo vinsæl að það er meiri eftirspurn eftir henni en eftir treyjum liða eins og Everton, Newcastle United og West Ham United. Treyja Alisson er eins og er ellefta vinsælasta fótboltatreyja á Englandi segir í frétt Liverpool Echo. Liverpool ætlar að nýta sér þetta og er að leita sér að nýjum samningi við íþróttavöruframleiðanda og stefnir að því að fá eins góðan eða jafnvel betri samning en Manchester United gerði á sínum tíma við Adidas. Nú síðast var Nike orðað við Liverpool og talað um mögulegt met. Liverpool fær að minnsta kosti miklu meira en þær 45 milljónir punda sem félagið fær árlega í núgildandi samningi sínum við New Balance.Vinsælustu treyjurnar á Englandi: 1. Liverpool (Enska úrvalsdeildin) 2. Arsenal (Enska úrvalsdeildin) 3. Manchester United (Enska úrvalsdeildin) 4. Manchester City (Enska úrvalsdeildin) 5. Chelsea (Enska úrvalsdeildin) 6. Huddersfield Town (B-deildin) 7. Tottenham Hotspur (Enska úrvalsdeildin) 8. Aston Villa (Enska úrvalsdeildin) 9. Newcastle United (Enska úrvalsdeildin) 10. West Ham United (Enska úrvalsdeildin) 11. Leeds United (B-deildin) 12. Everton (Enska úrvalsdeildin) 13. Wolverhampton Wanderers (Enska úrvalsdeildin) 14. Leicester City (Enska úrvalsdeildin) 15. Derby County (B-deildin) 16. Nottingham Forest (B-deildin) 17. Crystal Palace (Enska úrvalsdeildin) 18. Norwich City (Enska úrvalsdeildin) 19. Sunderland (C-deildin) 20. Stoke City (B-deildin) 21. Sheffield United (Enska úrvalsdeildin) 22. Watford (Enska úrvalsdeildin) 23. Southampton (Enska úrvalsdeildin) 24. Cardiff City (B-deildin) 25. Burnley (Enska úrvalsdeildin) Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Engin treyja í ensku úrvalsdeildinni selst betur í dag en Liverpool treyjan en staðarblaðið Liverpool Echo segir frá nýjum sölutölum frá sölufyrirtækinu Love the Sales. „Þökk sé Alex Ferguson var Liverpool í skugga Manchester United í þrjátíu ár en gott gengi í deildinni og vel heppnuð kaup á leikmannamarkaðnum sáu Liverpool komst fram úr Manchester United á treyjumarkaðnum tímabilið 2017-18,“ segir í frétt Liverpool Echo. Þróunin er kominn miklu lengra en síðan þá. „Liverpool treyjurnar eru núna þrisvar sinnum vinsælli en treyjur Manchester United,“ segir í frétt Liverpool Echo.United really are in Liverpool’s shadow on and off the pitch #LFC#MUFChttps://t.co/0NMVUTRtvH — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 27, 2019 Eftirspurnin eftir Liverpool-treyjum jókst um 76 prósent á síðustu leiktíð þar sem Liverpool var í titilbaráttunni fram á síðasta dag og vann síðan Meistaradeildina í sjötta sinn í sögu félagsins. Vinsældir Liverpool eru svo miklar að markmannstreyja Alisson Becker selst nú betur en margar heimavallartreyjur liða ensku úrvalsdeildarinnar.Arsenal with more sales than Man Utd Huddersfield with more sales than Tottenham Leeds with more sales than Everton But Liverpool shirts are more popular than any other club https://t.co/1mgpG74kAe — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 28, 2019Markmannstreyja Alisson eru svo vinsæl að það er meiri eftirspurn eftir henni en eftir treyjum liða eins og Everton, Newcastle United og West Ham United. Treyja Alisson er eins og er ellefta vinsælasta fótboltatreyja á Englandi segir í frétt Liverpool Echo. Liverpool ætlar að nýta sér þetta og er að leita sér að nýjum samningi við íþróttavöruframleiðanda og stefnir að því að fá eins góðan eða jafnvel betri samning en Manchester United gerði á sínum tíma við Adidas. Nú síðast var Nike orðað við Liverpool og talað um mögulegt met. Liverpool fær að minnsta kosti miklu meira en þær 45 milljónir punda sem félagið fær árlega í núgildandi samningi sínum við New Balance.Vinsælustu treyjurnar á Englandi: 1. Liverpool (Enska úrvalsdeildin) 2. Arsenal (Enska úrvalsdeildin) 3. Manchester United (Enska úrvalsdeildin) 4. Manchester City (Enska úrvalsdeildin) 5. Chelsea (Enska úrvalsdeildin) 6. Huddersfield Town (B-deildin) 7. Tottenham Hotspur (Enska úrvalsdeildin) 8. Aston Villa (Enska úrvalsdeildin) 9. Newcastle United (Enska úrvalsdeildin) 10. West Ham United (Enska úrvalsdeildin) 11. Leeds United (B-deildin) 12. Everton (Enska úrvalsdeildin) 13. Wolverhampton Wanderers (Enska úrvalsdeildin) 14. Leicester City (Enska úrvalsdeildin) 15. Derby County (B-deildin) 16. Nottingham Forest (B-deildin) 17. Crystal Palace (Enska úrvalsdeildin) 18. Norwich City (Enska úrvalsdeildin) 19. Sunderland (C-deildin) 20. Stoke City (B-deildin) 21. Sheffield United (Enska úrvalsdeildin) 22. Watford (Enska úrvalsdeildin) 23. Southampton (Enska úrvalsdeildin) 24. Cardiff City (B-deildin) 25. Burnley (Enska úrvalsdeildin)
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira