Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:59 Umræðan í þinginu er farin að taka á sig verulega sérstaka mynd en nú undir hádegi gengu háðsglósurnar milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00