Sem kunnugt er var samið um að málið yrði tekið fyrir á Alþingi í dag og á morgun, eftir að málþóf Miðflokksins um málið kom í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði um tillöguna í upphafi sumars.
Þegar þetta er skrifað eru þingmenn Miðflokksins þeir einu sem skráð hafa sig á mælendaskrá en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði fyrr í sumar að flokkurinn myndi virða samkomulagið sem gert var á milli þingflokka um að greitt yrði atkvæði um tillöguna þann 2. september næstkomandi.
Eftir atkvæðagreiðslurnar næstkomandi mánudag verður þingi frestað að nýju, áður en nýtt þing kemur saman þann 10. september.