Enski boltinn

Stuðningsmenn Bury sem var hent út ensku deildarkeppninni: "Sá sextíu ára gamlan mann gráta“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Bury.
Stuðningsmenn Bury. Getty/Christopher Furlong
Enska knattspyrnufélaginu Bury FC var í gær hent út úr ensku deildarkeppninni vegna þess að félagið gat ekki staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar.

Bury FC hefur verið í ensku deildarkeppninni í 125 ár þótt að félagið hafi ekki verið í efstu deild síðan á millistríðsárunum.

Bury varð tvisvar enskur bikarmeistari rétt eftir aldarmótin og eru fyrstu bikarmeistararnir í sögunni sem missa sæti sitt í ensku deildarkeppninni.

Bury vann sér sæti í ensku C-deildinni á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í 2. sæti í D-deildinni. Liðið hefur verið mikið á flakki á milli C- og D-deildanna á síðustu árum.

Bury FC var að vonast til að fá nýja eigendur inn með peninga á milli handanna en ekkert varð að því.

Blaðamaður Guardian hitti nokkra niðurbrotna stuðningsmenn Bury fyri utan leikvang félagsins sem heitir Gigg Lane.

„Mér líður eins og ég hafi misst einhvern nákominn,“ sagði einn stuðningsmaðurinn.

„Ég sá fimmtíu og sextíu ára gamla menn grátandi. Sumir þeirra grétu ekki einu sinni þegar dóttir þeirra gifti sig,“ sagði annar.

Það má sjá þetta innslag Guardian hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×