VAR í aðalhlutverki í markalausu jafntefli Leicester og Wolves

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dendoncker skorar en markið var dæmt af.
Dendoncker skorar en markið var dæmt af. vísir/getty
Leicester City og Wolves gerðu markalaust jafntefli á King Power-vellinum í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Leander Dendoncker, leikmaður Wolves, kom boltanum í netið í upphafi seinni hálfleiks.

Markið var hins vegar dæmt af með hjálp myndbands því Willy Boly handlék boltann áður en hann barst til Dendoncker.



Leicester var miklu meira með boltann í leiknum í dag en átti aðeins eitt skot á mark Wolves.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Úlfunum en á fimmtudaginn mætir liðið Pyunik Yerevan í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Wolves vann fyrri leikinn, 0-4.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira