Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: „Verð að biðja hann afsökunar“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:27 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn